#142 - Sigurlína Ingvarsdóttir
Manage episode 343749906 series 2312948
"The woman responsible for the year’s biggest video game" eru orðin sem Fortune nota til að lýsa Sigurlínu Ingvarsdóttur, framleiðanda í afþreyingarbransanum sem er stærri en tónlist og stærri en kvikmyndir: tölvuleikir.
Sigurlína er áhugasöm um flesta hluti en vélaverkfræðingur að mennt. Hún sótti fljótt í ábyrgðarstöður og starfaði í lyfja- og smásölugeiranum áður en gaf sig á tal við Hilmar, stofnanda CCP, sem leiddi til ráðningar hennar í tölvuleikjabransanum. Sigurlína er vægast sagt próaktíf og sækir hlutina sem hún vill frekar en að bíða eftir þeim.
Við ræðum starfsferil hennar, hvaða þáttum þarf að huga að við val á framtíðarstarfi, ráð til dætra hennar varðandi starfsvettvang, tölvuleikjaiðnaðinn, hugarheim Marvel og Star Wars, að sækjast í ábyrgð, stærstu verkefnin sem hún hefur fengist við, heillaskrefin á leið sinni þangað og suðupott tölvuleikjaframleiðslu í heiminum.
157 에피소드