#141 - Fida Abu Libdeh
Manage episode 343095241 series 2312948
Fida flutti 16 ára gömul frá Palestínu til Íslands. Það var forgangsatriði fjölskyldunnar að þau myndu mennta sig en Fida komst stutt í námi eftir áratug af námsörðugleikum, þar til hún fékk greiningu á lesblindu. Þar eftir nældi hún sér í hverja gráðuna á fætur annarri og lauk námi í umhverfis- og orkutæknifræði. Lokaverkefnið hennar varð að fyrirtækinu sem hún stýrir nú í dag: GeoSilica.
Í þættinum ræðum við raunveruleika palestínskra barna, hvernig hermenn skjóta og handtaka börn þar í landi, að búa við hræðslu sem barn og hvernig það fylgir henni til dagsins í dag, að vilja frekar tilheyra heldur en að flytja í átt að öryggi, flutningana til Íslands, áskoranirnar sem mættu fjölskyldunni og rekstur fyrirtækisins sem hún stýrir í dag.
157 에피소드