Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
…
continue reading
Um sérhver áramót hafa svo óheppilega orðið slys og óhöpp hjá okkur sem kjósum að handleika flugelda og ýmis önnur veisluföng en förum ekki nægilega gætilega. Góð vísa er aldrei of oft kveðin og við ætlum að fá þá Hjalta Má Björnsson bráðalækni og Jóhann Ragnar Guðmundsson augnlækni til okkar og fara yfir það helsta sem við ættum að forðast fyrir n…
…
continue reading
Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Bláfjöll í gær en talið er að allt að fimm þúsund gestir hafi sótt svæðið heim og farið þar á skíði. Bílaröð myndaðist sem náði um tíma til Reykjavíkur og voru langar raðir í miðasölu og lyftur. Einhverjir kvörtuðu undan skipulagsleysi og troðningi. Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðanna verður á línunni…
…
continue reading
Hlín Agnarsdóttir rithöfundur býr í Uppsölum í Svíþjóð en þar hélt hún sín fyrstu sænsku jól við ætlum að heyra í henni hvernig það gekk allt saman fyrir sig. Senn líður að nýju ári og þá hafa margir lofað sér að taka upp nýja og betri siði. Hjá sumum er það hefð að henda sér í sjóinn á þessum fyrsta degi ársins. Í Nauthólsvík ætla hraustir einstak…
…
continue reading
Natatorium er fyrsta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Helenu Stefánsdóttur, í fullri lengd. Myndin er einhvers konar fjölskylduharmleikur með drungalegum undirtón og skartar Elinu Petersdóttur og Ilmi Maríu Arnardóttur fara með aðalhlutverkum. Myndin verður heimsfrumsýnd á nýju ári á Alþjóða kvikmyndahátíðinni í Rotterdam. Helena ætlar …
…
continue reading
Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á suðvesturhluta landsins, Elkem, Norðuráli og Rio Tinto og fjarvarmaveitum að skerða þurfi orku til starfsemi þeirra. Þessir notendur hafa ekki sætt skerðingum fyrr á þessum vetri. Desember var verulega þurr mánuður syðra og lónstaða Þórisvatns með versta móti. Valur Ægisson er forstöðumaður viðskiptastýrin…
…
continue reading
Síðdegisútvarp Rásar 2 heilsar miðvikudaginn 20. desember. Guðrún Dís Emilsdóttir og Kristján Freyr Halldórsson sitja saman í hljóðveri í dag.Í gærmorgun hófst aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Eddu Björk Arnardóttur fyrir Héraðsdómi í Skien í Austur-Noregi en þar sætir Edda ákæru fyrir að nema þrjá syni sína og barnsföður síns á bro…
…
continue reading
Eldgos hófst milli Sýlingarfells og Hagafells upp úr klukkan tíu í gærkvöld. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að eldgosið sé á besta stað í vondri sprunguröð. Hann telur að sprungan sé hætt að lengjast. Hraunflæði hefur dregist verulega saman og er nú um fjórðungur af því sem það var í upphafi. Sævar Helgi Bragason bendir á að íbúar á su…
…
continue reading
Innviðaráðherra sagði í hádegisfréttum í dag að ekki standi til að setja lög á verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra að svo stöddu. Stjórnvöld fylgist hins vegar vel með kjaradeilunni og mikilvægt sé fyrir viðsemjendur að ná samkomulagi sem fyrst. Ekkert hefur verið fundað í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Samtök atvinnulífsins frá því fyrir helgi…
…
continue reading
Menningin blómstrar sem aldrei fyrr um allt land og hér í henni Reykjavíkurborg bárust fregnir af því í dag að borgaryfirvöld ætli að endurnýja og hækka rekstrarsamninga við fimm sjálfstætt starfandi aðila í menningarlífi borgarinnar. Styrkjunum er ætlað að koma til móts við aukinn rekstrarkostnað svo sem vegna húsnæðis og launa. Skúli Helgason for…
…
continue reading
Það er brjálað að gera í desember, allir á kafi í jólaundirbúningi og síðan þegar jólin koma þá viljum við öll hafa það sem huggulegast og slaka á. En hvað er gott að hafa í huga áður en þessir rólegu dagar skella á, þurfum við að passa upp á börnin okkar þ.e að setja þeim einhver mörk eða eigum við að leyfa þeim að vafra um internetið að vild, spi…
…
continue reading
Á dögunum ræddum við hér í Síðdegisútvarpinu við Ásdísi Kristinsdóttur, forstöðumann verkefnastofu Borgarlínunnar og Bryndísi Friðriksdóttur svæðisstjóra Höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni um Borgarlínuna þ.e verkið sjálft og hvar það er statt. Við ætlum að halda áfram að ræða Borgarlínu í dag og samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og fá til okkar Þo…
…
continue reading
Endómetríósa (legslímuflakk) er alvarlegur sjúkdómur sem veldur verkjum, ófrjósemi og skerðir lífsgæði. Vitundarvakning um sjúkdóminn hefur aukist, ekki síst vegna vandaðrar fræðslu á vegum Endósamtakanna. Jón Ívar Einarsson læknir framkvæmir aðgerðir við Edómetríósu en þessar aðgerðir hafa aukið lífsgæði hundruða kvenna á öruggan og hagkvæman hátt…
…
continue reading
Í nýrri skýrslu Waitrose- keðjunnar í Bretlandi um matar - og drykkjarneyslu þar í landi kemur fram að matarvenjur margra hafa breyst og venjurnar virðast haldast í hendur við breytt fyrirkomulag í vinnu og meiri hraða í nútímasamfélagi. Það virðist sem sagt vera á undanhaldi að borða morgunmat, hádgismat og kvöldmat í könnunni kemur fram að snakk …
…
continue reading
Það eru þau Hrafnhildur og Kristján Freyr sem sjá um Síðdegisútvarpið og ekki laust við að í þeim blundi smá föstudagur í dag!Á morgun verða haldnir tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands í íþróttahúsinu Þykkvabæ - það væri nú ekki í frásögur færandi nema hvað að kvenfélagið Sigurvon í Þykkvabæ sér um kaffihlaðborðið og það er nú ekki af verri e…
…
continue reading
Áfangaheimilið Brú er að finna á Höfðabakka í Reykjavík en þar eru einstaklingsíbúðir fyrir öll kyn sem hafa lokið langtímameðferð á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti og leggja kapp á að byggja brú inn í framtíð án vímuefna, einn dag í einu. Í sumar var tilkynnt að til stæði að loka áfangaheimilinu eftir að Félagsbústaðir sem eru alfarið í eigu Rey…
…
continue reading
Síðdegisútvarpið í dag er í umsjón Hrafnhildar og Kristjáns Freys.Í gær birtist grein á Vísi eftir Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðing og forvarnarfulltrúa hjá Krabbameinsfélaginu undir yfirskriftinni : Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Þar fer Steinar yfir mikilvægi þess að aðgengi að hollum og næringarríkum mat …
…
continue reading
Niðurstöður PISA-könnunar á hæfni og getu 15 ára nemenda í lesskilningi, læsi á náttúruvísindi og læsi á stærðfræði voru birtar í morgun. Árangur íslenskra nemenda er undir meðallagi OECD og Norðurlandanna í öllum þáttum og fer versnandi. Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla kemur til okkar og við fáum viðbrögð við þessum niðurstöð…
…
continue reading
Síðdegisútvarpið heilsar á þessum ágæta mánudegi. Á eftir munum við senda út beint frá HM kvenna í handbolta þegar að Ísland og Angóla eigast við. Gunnar Birgisson kemur til okkar og lýsir leiknum í beinni. Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins í D riðli og nokkuð ljóst að stelpurnar þurfa að gefa allt í leikinn í dag til að eiga möguleika á að h…
…
continue reading
Síðdegisútvarpið heilsar ykkur á fimmtudegi. Þátturinn verður í styttri kantinum í dag vegna landsleikjar í handbolta. En á eftir eigast við Slóvenía og Ísland á HM kvenna í handbolta. Leikurinn hefst klukkan 16:50 og verður honum lýst í beinni hér á Rás 2 og Gunnar Birgisson kemur til okkar á eftir til að gera það auk þess sem hann mun spá í spili…
…
continue reading
Í ár innritaðist metjöldi karla í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og við Háskóla Íslands en 26 karlar sóttu um námið og innrituðust. Við ætlum að heyra í Gísla Kort Kristóferssyni prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri á eftir en hann hefur leitt vinnu í því að fjölga körlum í hjúkrunarfræði. Jónas Kristjánsson læknir oft ke…
…
continue reading
Skipulagsmál eru sívinsælt viðfangsefni jafnt í daglegri umræðu sem og stjórnmálaumræðu og líður vart sá dagur þar sem þau eru ekki til umræðu í fjölmiðlum. Á morgun kemur út stórvirki í bókaútgáfu, Samfélag eftir máli, sem er heildstætt yfirlit yfir sögu skipulagsmála á Íslandi og þar rekur höfundurinn, Haraldur Sigurðsson skipulagsfræðingur, þróu…
…
continue reading
Í kvöld býður Ferðafélag Íslands til Háfjallakvölds þar sem haldið verður upp á 96 ára afmæli félagsins. Sérstakur heiðursgestur og fyrirlesari er einn frægasti háfjallagarpur heims, Garrett Madison frá Seattle í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann klifið Everest 11 sinnum, K2 þrisvar í 6 tilraunum, og síðastliðið vor bæði Nuptse og L…
…
continue reading
Það er síðdegisútvarpið sem heilsar á föstudegi, 24. nóvember. Í hljóðveri sitja þau Hrafnhildur og Kristján Freyr. Ef fólk hefur ekki tekið eftir því þá er svartur föstudagur í dag en hann verður vart myrkari heldur en í Góða hirðinum þar sem engin tilboð verða á boðstólum í dag, ekkert stress og engin læti. Heldur verða slökkt ljósin í búðinni og…
…
continue reading
Í dag fór hópur pípulagningameistara til Grindavíkur til að skoða hús með tilliti til skemmda á lögnum og til að lagfæra það sem til þarf og í verður komist . Böðvar Ingi Guðbjartsson er formaður félags pípulagningameistara og við hringjum í hann á eftir. Á 25 ára afmælisráðstefnu Samtaka ferðaþjónustunnar hélt Tryggvi Freyr Elínarson frá Datera er…
…
continue reading
Ísraelsmenn hafa samþykkt fjögurra daga vopnahlé á Gaza en forsætisráðherra Ísraels sagði í gær að samkomulagið þýði ekki að stríðinu sé lokið. Samkomulagið felur í sér að gíslum verði sleppt og flutning hjálparganga til Gaza. Bjarni Pétur Jónsson fréttamaður kemur til okkar á eftir til að fara nánar yfir stöðuna fyrir botni miðjarðarhafs. Í Kastlj…
…
continue reading
Þann 23. nóvember nk. verður boðið upp á málstofu undir yfirskritftinni Erum við að kaupa til að henda? Þar verður fjallað um mikilvægi hringrásar í fatnaði og hönnun. Áherslan er að vekja athygli neytenda, hönnuða og framleiðenda á málefninu og hvetja til umhverfisvænni framleiðslu, hönnunar og neysluhegðunar. Bjarney Harðar eigandi 66°Norður og Á…
…
continue reading
Það er síðdegisútvarpið sem heilsar á mánudegi, 20. nóvember. Í hljóðveri sitja þau Guðrún Dís og Kristján FreyrVinnum gullið er nafn ráðstefnu sem fram fór í dag á Grand hótel í Reykjavík en þar var fjallað um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks. Starfshópur á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins fer með þennan málaflokk og er markmiðið að dra…
…
continue reading
Grindvíkingurinn Sigríður María Eyþórsdóttir skrifaði harðorðan pistil sem birtist á Vísi í vikunni. Pistillinn fjallaði um tvöfaldar hörmungar Grindvíkinga og skrifar Sigríður um falsörlætis tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga sem hún segir gagnsæa blekkingu til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag. Sigríður…
…
continue reading
Í vikunni var haldið heilbrigðisþing og í ár var áhersla lögð á gagna - og tæknivæðingu í heilbrigðiskerfinu. Sædís Sævarsdóttir ? varaforseti læknadeildar HÍ og verkefnastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu segir okkur betur frá þinginu en hún hélt erindi um framtíð einstaklingsmiðaðrar heilbrigðisþjónustu hér á landi.Nýja Breiðafjarðarferjan Baldur…
…
continue reading
Síðdegisútvarpið heilsar á miðvikudegi og við stýrið sitja þau Guðrún Dís Emilsdóttir og Kristján Freyr HalldórssonÍ þættinum í gær fjölluðum við um það að líkhúsið á Akureyri hefði verið auglýst til sölu eða leigu á Akureyri.net og í Morgunblaðinu og ræddum við við Smára Sigurðsson framkvæmdastjóra Kirkjugarða Akureyrar sem sagði að enginn bæri áb…
…
continue reading
Fyrirtæki hafa í gær og í dag keppst við að bjarga verðmætum frá Grindavík líkt og kom fram í hádegisfréttum í dag. Útgerðir í Grindavík eru vongóðar um að ná að bjarga hráefni og afurðum úr bænum og Orf líftækni tókst að sækja verðmæt fræ sem verið er að rækta í Grænu smiðjunni í Grindavík sem er nýlegt hátæknigróðurhús. Berglind Rán Ólafsdóttir e…
…
continue reading
Það mæðir mikið á fólki sem hefur þurft að yfirgefa Grindavík. Margir eiga um sárt að binda og erfitt að setja sig í spor þeirra sem þurftu í flýti að yfirgefa heimili og sína persónulegu muni. Óvissan er mikil um framhaldið en hvernig getum við reynt að láta okkur líða betur og hvert getum við leitað ?Elfa Dögg S. Leifsdóttir er Teymisstjóri ? Hei…
…
continue reading
Netöryggis-og viðbragðsteymi CERT-IS hvetur fólk til að vera á varðbergi næstu vikur í tilefni af tilboðsdögum sem framundan eru og einn slíkur er einmitt á morgun svokallaður Singles day. Í tilkynningu frá Certis kemur fram að fólk eigi sérstaklega að vera á verði gagnvart öllum smáskilaboðum tengdum kaupum á netinu. Magni Sigurðsson fagstjóri yfi…
…
continue reading
Einn af hverjum 25 íslendingum er með meðferðartækan erfðabreytileika sem veldur því að þeir lifa skemur en þeir sem bera hann ekki. Með því að finna þessa breytileika og upplýsa viðkomandi einstaklinga svo þeir geti leitað sér lækninga má auka lífslíkur til muna. Fræðslufundur Íslenskrar erfðagreiningar hefst í dag klukkan 17 í húsnæði þeirra á St…
…
continue reading
Síðdegisútvarpið heilsar á miðvikudegi, við stýrið eru þau Hrafnhildur og Kristján Freyr Halldórsbörn Samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin var af Sóllilju Bjarnadóttur doktorsnema og Sigrúnu Ólafsdóttur prófessors hafa Íslendingar almennt miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum, í þessari rannsókn skoðuðu þær hvort munur væri á loftslagsá…
…
continue reading
Við ætlum að beina sjónum okkar að fjármálalæsi ungmenna. Betra fjármálalæsi ungs fólks er sérstakt áherslumál á vettvangi Samtaka fjármálafyrirtækja en Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri SFF segir að þekking á fjármálum sé mikilvæg undirstaða þegar ungt fólk fer út í lífið og til þátttöku í samfélagi sem verður sífellt flóknara. Hún vill sjá fjár…
…
continue reading
Heyrnarhjálp félag heyrnarskertra á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem félagið lýsir yfir þungum áhyggjum yfir stöðu barna og fullorðinna á heyrnarmælingu og heyrnartækjum en nærri tveggja ára bið eftir þjónustu hjá Heyrnar og talmennastöð Íslands og ljóst að úrlausna er þörf. Ennfremur kemur þar fram að heyrnarskert börn eru að bí…
…
continue reading
Yfir 800 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti og yfir tíu þúsund frá því skjálftahrinan hófst 25. október norðan við Grindavík. Við ætlum að setja okkur í samband við Almannavarnir á eftir útaf stöðunni og heyra í Sólberg Bjarnasyni deildarstjóra Almannavarna. Orkan úr eldhúsinu er nýtt samstarfsverkefni Veitna og Sorpu sem miðar að þ…
…
continue reading
Óánægju hefur gætt meðal foreldra leikskólabarna í Árborg vegna mögulegrar yfirtöku Hjallastefnunnar á leikskólanum Árbæ en tilkynning barst í enda októbermánaðar að skólinn yrði Hjallastefnuleikskóli frá og með 2. nóvember. Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar er Bóas Hallgrímsson og hann segir okkur nánar frá upplýsingaskorti sem varð úr og leiðrétt…
…
continue reading
Ný gögn GPS mælum og gervitunglum staðfesta að kvikuinnskot sé til staðar vestan við Þorbjörn á um þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Tæplega 400 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í nótt. Sá stærsti 3,7 að stærð, um þrjá kílómetra vestur af Þorbirni laust fyrir klukkan eitt í nótt. Við heyrum í Helgu Árnadóttur framkvæmdastjóra Bláa lónsins …
…
continue reading
Það er alltaf spenna fyrir því hjá bókelskum landsmönnum að sjá hverjir eru að gefa út og hvaða bækur. Það gerist ekki alltaf að par sendi frá sér eina bók hvor sama árið en þannig er það í ár. Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðarsson hafa bæði vakið athygli fyrir skáldsögur, önnur skáldsaga Braga Páls Arnaldur Indriðason deyr fór á miki…
…
continue reading
Fréttir af karlmanni á áttræðisaldri, sem flytja átti með sjúkraflugi frá Vopnafirði til Reykjavíkur en fékk ekki að fara í flugið því hann var sagður of þungur hafa vakið spurningar varðandi öryggi og aðgengi fólks á landsbyggðinni að viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Leyfileg hámarksþyngd sjúklinga í sjúkraflugi væri 135 kíló en maðurinn er í kring…
…
continue reading
Vinsældir orkudrykkja hafa aukist mikið síðustu ár þar sem áhrif þeirra eru gjarnan ?hressandi? en geta jafnframt verið ávanabindandi. Drykkirnir innihalda sætuefni og koffín í óhóflegu magni ásamt öðrum virkum efnum og ættu ekki að teljast sem svaladrykkir í venjulegum skilningi. Birna G. Ásbjörnsdóttir doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskól…
…
continue reading
Sérstakir táknmáls-tónleikar verða haldnir í Tjarnarbíói næstu helgi þar sem sviðsett verða ljóð á íslensku táknmáli og kannaðar verða nýjar slóðir í sviðslistum. Heyrnalausir og heyrandi sitja hlið við hlið á tónleikunum þar sem döff ljóðlist og kórverk skapa áður óséðan samleika. Elsa Björnsdóttir, Ásta Sigríður Arnardóttir og Túlkurinn Agnes Ste…
…
continue reading
Síðdegisútvarpið heilsar á miðvikudegi, við stjórnvölinn sitja nafnarnir Andri Freyr og Kristján Freyr.Á morgun fimmtudag efna Samtök ungra bænda til baráttufundar fyrir lífi sínu og sveitanna í Salnum í Kópavogi. Auk nokkurra gestafyrirlesara munu ungir bændur koma þar fram þar og taka til máls en þeir standa flestir frammi fyrir fjárhagslegum ómö…
…
continue reading
Sjálf viðburðarstýra kvennaverkfallsins, Inga Auðbjörg Straumland verður á línunni á eftir. Munum við heyra í henni um hvernig verkfallið hefur gengið fyrir sig í dag. Engar áhyggjur hlustendur góðir, við fengum formlegt leifi frá henni sjálfri á föstudaginn var. Í byrjun síðustu aldar tók þjóðin ástfóstri við bílinn, þetta einstaka samgöngutæki se…
…
continue reading
Niðurstöður nýjustu talningar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á íbúðum í byggingu hafa verið birtar. Í ljós kemur að samdráttur er í fjölda nýrra framkvæmda vegna íbúðabygginga á landinu. Við ætlum að fara yfir helstu niðurstöður HMS hér á eftir þegar að Elmar Þór Erlendsson framkvæmdastjóri hjá HMS kemur til okkar. Hafsteinn Vilhelmsson er 39 ára…
…
continue reading
Um 100 manns söfnuðust saman við ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til þess að mótmæla stríðinu í Palestínu. Þess var krafist að stjórnvöld fordæmi aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á móti 2000 undirskriftum um frjálsa Palestínu. Linda Blöndal fréttamaður var á staðnum og tók nokkra mótmælendur ta…
…
continue reading
Í gær 18.október var alþjóðlegur dagur breytingaskeiðsins og af því tilefni ætlum við að beina sjónum okkar að þessu tímabili sem allar konur ganga í gegnum. Breytingaskeiðið reynist sumum konum erfitt á meðan aðrar finna minna fyrir því en einkennin eru mjög breytileg frá konu til konu. Alþjóðlegu breytingaskeiðasamtökin IMS ákváðu að yfirskrift g…
…
continue reading
Vísindanefnd um loftslagsbreytingar birti í morgun fjórðu skýrslu sína um loftslagbreytingar á Íslandi og var hún kynnt á fjölmennum fundi í Grósku. Í skýrslunni kemur fram að til að tryggja að áskoranir vegna loftslagsbreytinga verði ekki meiri en við er ráðið, þurfi umbyltingu í lífsháttum og umgengni við náttúruna. Þar kemur m.a. fram að loftsla…
…
continue reading