Valur Gunnarsson og Úkraína

 
공유
 

Manage episode 344810958 series 1315174
Player FM과 저희 커뮤니티의 Rokkland 콘텐츠는 모두 원 저작자에게 속하며 Player FM이 아닌 작가가 저작권을 갖습니다. 오디오는 해당 서버에서 직접 스트리밍 됩니다. 구독 버튼을 눌러 Player FM에서 업데이트 현황을 확인하세요. 혹은 다른 팟캐스트 앱에서 URL을 불러오세요.
Úkraína og tónlist frá Úkraínu er í brennidepli í Rokklandi dagsins. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, varð á föstudaginn fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn til að ávarpa Alþingi Íslendinga. Hann sagði baráttu Úkraínu gegn innrás Rússa snúast um frelsið: ?Þetta land sem við eigum með réttu, og um menningu okkar.? Íslendingar og Úkraínumenn byggju við endimörk Evrópu og við ólík skilyrði ?en hjörtum okkar svipar saman, bæði í Kænugarði og í Reykjavík. Það er hægt að sjá og heyra ávarp Zelenskys á ruv.is Valur Gunnarsson rithöfundur og sagnfræðingur er gestur Rokklands í dag. Hann hefur dvalið talsvert í bæði Rússlandi og Úkraínu og ein mest lesna bókin á Íslandi í dag er bókin hans Bjarmalönd sem er í senn upplýsandi, stórfróðleg og bráðskemmtileg svipmynd af þessum heimshluta sem fjallað er um í næstum hverjum fréttatíma um þessar mundir. EBU sendi á dögunum lista með 60 lögum sem Úkraínska Þjóðin valdi að tilstuðlan forsetafrúar Úkraínu, Olenu Zelensku, og sendi til útvarpsstöðva um allan heim í þeirri voru að þær myndu spila eitthvað af þeim ? og það er það sem við ætlum að gera í dag, ég og Valur Gunnarsson og ræða í leiðinni um þetta hræðilega stríð í Úkraínu.

1081 에피소드