Sigur Rós kemur heim

 
공유
 

Manage episode 347799733 series 1315174
Player FM과 저희 커뮤니티의 Rokkland 콘텐츠는 모두 원 저작자에게 속하며 Player FM이 아닌 작가가 저작권을 갖습니다. 오디오는 해당 서버에서 직접 스트리밍 됩니다. 구독 버튼을 눌러 Player FM에서 업데이트 현황을 확인하세요. 혹은 다른 팟캐스트 앱에서 URL을 불러오세요.
Sigur Rós er stærsta og þekktasta hljómsveitin okkar íslendinga og ein allra magnaðasta hljómsveit sem við höfum átt. Sigur Rós er einstakt fyrirbæri ? fyrirmynd og viðmið fjölmargra hljómsveita um allan heim. Sigur Rós á aðdáendur um víða veröld og er núna komin HEIM til Íslands til að halda lokatónleika heimstónleikaferðar sinnar í Laugardalshöll næsta föstudagskvöld. Sigur Rós er búin að spila 70 tónleika í útlöndum á árinu og lokatónleikarnir eru þá númer 71. Þeir fóru um Suður Ameríku, norður Ameríku, Ástralíu og Nýja Sjáland, Singapore, Japan, Thailand, og svo um alla Evrópu núna í haust. Þeir hafa verið fjórir á sviðinu allan túrinn, en á tónleikunum hérna heima verður strengjasveitin Amiina með þeim sem og blásarasveitin Brassgat í bala í fyrsta sinn í 14 ár. Sigur Rós hlaut heiðursverðlaun Íslensku Tónlistarverðlaunanna 2021 og þegar allt er tekið með hefur Sigur Rós gengið mjög vel í flestu. En lífið hefur samt ekki verið eintómur dans á rósum og liðsmenn hljómsveitarinnar hafa fengið yfir sig dálítið pus hér og þar á undanförnum árum. Sigur Rós er í aðalhlutverki í Rokklandi í dag og gestur þáttarins er Georg Hólm bassaleikari og einn af stofnendum Sigur Rósar.

1079 에피소드