Dýrð í dauðaþögn - Stór agnarögn

 
공유
 

Manage episode 344810944 series 1315174
Player FM과 저희 커뮤니티의 Rokkland 콘텐츠는 모두 원 저작자에게 속하며 Player FM이 아닌 작가가 저작권을 갖습니다. 오디오는 해당 서버에서 직접 스트리밍 됩니다. 구독 버튼을 눌러 Player FM에서 업데이트 현황을 확인하세요. 혹은 다른 팟캐스트 앱에서 URL을 불러오세요.
Ásgeir Trausti kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í íslenskt og reyndar líka alþjóðlegt tónlistarlíf fyrir áratug þegar hann gaf út plötuna Dýrð í dauðaþögn. Platan er ein af fimm mest seldu plötum íslenskrar útgáfusögu. Hinar eru: Gling Gló með Björk og tríói Guðmundar Ingólfssonar (1990), Vísnaplatan Einu sinni var með Gunna Þórðar, Tomma Tomm og Bo Halldorson (1976), Kardimommubærinn (1979) og Dýrin í Hálsaskógi (1967). Í tilefni af 10 ára afmælinu voru tónleikar í Eldborg í Hörpu í gærkvöldi. Það var uppselt og vel heppnað hef ég séð og heyrt í gær og dag. Tónleikarnir voru teknir upp fyrir RÚV - hljóð og mynd. Og það var líka að koma út afmælis&heiðursplata þar sem ýmsir tónlistarmenn og konur flytja nýjar útgáfur af lögunum á plötunni ; K.Óla, BRÍET, Teitur Magnússon, Prins Póló, Árný Margrét, Moses Hightower, GDRN, Hjálmar, Högni Egilsson og Júníus Meyvant. Platan er komin á steymiveitur - en hvað svo? Kemur vinyll? Hvers vegna var þetta gert? Hver átti hugmyndina og hvernig voru listamennirnir valdir? Guðm. Kristinn Jónsson (Kiddi Hjálmur) hægri hönd Ásgeirs allt frá upphafi, tók upp flest lög plötunnar og stýrði verkefninu í Hljóðrita í Hafnarfirði - þar sem hann ræður ríkjum. Kiddi er gestur Rokklands í dag og við ætlum að hlusta saman á plötuna - ég og Kiddi og allir sem vilja.

1079 에피소드